Fréttir​

Staðgreiðsla 2020

Skatthlutfall í staðgreiðslu

Skatthlutfall í staðgreiðslu er

  • 35.04% af tekjum 0 - 336.916 kr.

  • 37,19% af tekjum yfir kr. 336.917 - 945.873.

  • 46,24% f tekjum yfir 945.873 kr.

Skatthlutfall barna, þ.e. þeirra sem fædd eru 2005 eða síðar, er 6% (4% tekjuskattur, 2% útsvar) af tekjum umfram frítekjumark barna sem er 180.000 kr.

Persónuafsláttur

Persónuafsláttur er 655.538 kr. á ári, eða 54.628 kr. á mánuði.
Heimilt er að nýta allan (100%) ónýttan persónuafslátt maka á árinu 2020.

 

Tryggingagjald er 6,35%

Endurgreiðslur vegna íbúðarhúsnæðis

Eigendum íbúðarhúsnæðis er endurgreiddur 60% þess virðisaukaskatts sem þeir greiða af vinnu manna á byggingarstað vegna nýbygginga, endurbóta og viðhalds en ekki er endurgreiddur virðisaukaskattur af byggingarefni eða t.d. vinnu stjórnenda farandvinnuvéla og vinnuvéla sem skráningarskyldar eru í vinnuvélaskrá.

Þeim sem flytja inn verksmiðjuframleidd íbúðarhús eða framleiða þau í verksmiðju hér á landi er einnig endurgreiddur ákveðinn hluti virðisaukaskatts, allt eftir því á hvaða stigi húsið er afhent.

Þegar um virðisaukaskattsskyldan byggingaraðila er að ræða og hann byggir íbúðarhúsnæði til sölu eða leigu má aðeins endurgreiða honum virðisaukaskatt vegna byggingarinnar hafi hann staðið skil á virðisaukaskattsskýrslu fyrir sama tímabil og endurgreiðslubeiðni hans tekur til og skal endurgreiðslunni skuldajafnað á móti álögðum virðisaukaskatti sama tímabils.

© Uglan Bókhaldsþjónusta ehf